Fréttir og fróðleikur

Styttis í sumardaginn fyrsta.. 19. 04. 16

Það er komið sumar, sól í heiði skín, vetur burtu farinn, tilveran er fín.. söng Pálmi Gunnarsson forðum

Núna er bara að krossa fingur, ef þið eruð hjátrúarfull, og vona að sumar og vetur frjósi saman, því samkvæmt gamalli þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta.

Við hjá Prentagram elskum íslenskt sumar :) 

Daginn lengir og grillsýkin tekur öll völd :)

Blómin byrja að blómstra og börnin koma heim með ný tínd blóm, reyndar hundur í þessu tilfelli

Við verðum eins og börn og förum meira út að "leika"

Sumarið er frábær tími til að skapa minningar, og okkar fallega land býður upp á svo mikið að gera, sem hægt er allan sólahringinn yfir sumartíma :) 

Við bíðum spennt eftir sumrinu, látum ekki smá rigningu og rok stoppa okkur í að skapa minningar


Hugmyndir fyrir veisluna 02. 04. 16

Að okkar mati er óstjórlega gaman að huga að skreytingum þegar halda skal veislu.

Að nota ljósmyndir er alltaf skemmtileg leið til að brjóta ísinn og fá veislugesti til að tala saman og rifja upp gamlar og skemmtilegar minningar. Þegar verið er að halda upp á ákveðinn áfanga eins og afmæli, útskrift, fermingu eða brúðkaup eru myndirnar að okkar mati eiginlega algjört "möst".

Viðskiptavinir okkar hafa verið svo yndislegir að deila sínum skreytingum með okkur og eru hér nokkrar hugmyndir:

Lilja Dröfn deildi þessari fallegu útfærslu með okkur í fyrra:

Og þessi kom frá Rögnu Björg:

Það kemur líka skemmtilega út að setja nokkrar myndir upp á harðspjald, hvort sem það sé pappaspjald eða þunn viðarplata og henga upp fyrir ofan veisluborðið:

Það skemmtilega við þessa hugmynd er að það er svo hægt að taka spjaldið svo niður og nota eftir veislur til að skreyta veggi heimilisins. Leiðbeiningar er að finna á blogginu Bits_for_Everything.

Hér er svo skemmtileg og einföld leið til að gleðja afmælisbarnið en að sjálfsögðu er hægt að setja myndirnir í albúm eða scrap bók eftir veisluna.

Ein skemmtileg í lokinn... hún gæti verið svoldið tímafrek... en mjög skemmtileg og fundum við hana hjá Amethystcat.

 

Fyrir þetta verkefni væri hægt að notast við strimlana okkar og klippa þá svo niður.

Endilega deilið með okkur ykkar útfærslur af skreytingum því við eeeelskum að sjá frelsaðar myndir :)


Skreytum heimilið 24. 02. 16

Hún Hrefna Daníelsdóttir heldur úti mjög skemmtilegu Instagrami og bloggi, hún er mjög dugleg að taka myndir og pósta þeim, og mælum við með ef fólk hefur áhuga á hugmyndum fyrir heimilið og tísku að fylgjast með henni.

Nýlega póstaði hún mynd á Instagram af vegg sem hún er búin að þekja af myndum, og var hún svo yndisleg að tag-a okkur við myndina, þar sem hún pantaði myndirnar hjá okkur :)

og er þetta útkoman sem hún deildi á Instagram...

Hún býr svo vel að eiga mikið af myndum sem hún póstar á Instagram, eins og hún segir sjálf "Kosturinn við að vera mjööög virk á Instagram eru þessar rúmlega 100 myndir sem eru á leiðinni upp á vegg - myndir varðveita jú yndislegar minningar." Við gætum ekki verið meira sammála henni :) 

Við viljum þakka henni kærlega fyrir að deila hennar freslun á myndunum sínum með okkur :) 

Endilega verið dugleg að deila með okkur ykkar hugmyndum :)

 


Konudagurinn er á sunnudaginn!! 15. 02. 16

Áttu eftir að finna gjöf handa henni fyrir konudaginn?

Hvað með að frelsa nokkrar fallegar ljósmyndir af ykkur eða einhverju skemmtilegu sem þið hafið gert saman? Það er afskaplega einfalt að gera Ljósmyndabók með skemmtilegum minningum og augnablikum, við sendum þér pöntunina svo heim að dyrum eða þú getur komið og sótt til okkar bæði í Hafnarfirði og Reykjavík.

Þú getur líka búið til Myndabók með texta og til dæmis tekið nokkrar góðar myndir frá síðasta ári eða fríinu sem þið fóruð saman í.

Ljósmyndastrimlarnir okkar eru mjög vinsæl gjöf og er hægt að nota þá sem bókamerki, sem skraut og festa þá upp á ískáp svo eitthvað sé nefnt :) 

Og að lokum langar okkur að benda þér á hálsmenin okkar en þú getur pantað þau með mynd af þér, henni, börnunum, dýrunum eða hverju öðru sem þér dettur í hug :)


Konudagsgjöfin verður leikur einn með Prentagram :)


Fermingar 2016 01. 02. 16

Það er margt sem huga þarf að fyrir ferminguna eins og staðsetningu, gestalistanum, fötunum, matnum og já ekki má gleyma að senda út boðskortin. Hjá okkur er að sjálfsögðu afar einfalt að panta boðskort og fá þau send heim ásamt umslögum og frímerkjum :) 

 

Það þarf líka að huga að skreytingu eða þema fyrir veisluna sjálfa en í fyrra sendu þau Frosti og Sigrún okkur sína hugmynd að borðskreytingu fyrir fermingu. Útkoman var skemmtileg stemming þar sem fólk labbaði á milli borða til að sjá sem flestar myndir. 

Það eru margar skemmtilegar leiðir til að skreyta veisluborðin með myndum og fá þannig gestina til að standa upp og blanda geði við hina gestina og er Pintrest alger gullkista af hugmyndu. Hér að neðan eru tvær af okkar uppáhalds:

  

Myndatrén er auðvelt að útfæra og auk þess væri hægt að mála þau í skemmtilegum lit og hengja muni á trén sem tengjast fermingarbarninu.

Blöðrurnar eru mjög skemmtilegar en hægt væri að binda blöðrurnar við eitthvað ef mjög hátt er til lofts og klemma myndirnar á bandið á blöðrunum.

Á Pintrest "borðinu" okkar eru hægt að sjá fleiri hugmyndir en skemmtilegast finnst okkur að sjá hugmyndir frá ykkur :)


Dagur bóndans er á næstu dögum 18. 01. 16

Hvernig væri að gleðja bóndann með fallegum minningum á bóndadaginn. Við erum handviss um að þú eigir fullt, fullt, fullt af fallegum og skemmtilegum ljósmyndum í símanum eða tölvunni. Skrappbók með minningum ykkar frá síðasta ári er til dæmis að okkar mati mjög skemmtileg gjöf...

Fyrir ykkur sem eruð góð í "dúitjorself" þá fundum við þessa flottu hugmynd á Pinterest en svo er hægt að kaupa tómar bækur bæði í Tiger og föndurbúðum...

Fyrir ykkur sem eruð einsog við, með þumalputta á öllum, og mynduð enda með að líma saman blaðsíðurnar eða puttana á ykkur, að þá er fljótlegt og einfalt að panta myndabækur með texta hjá okkur. Athugið að heimsending tekur allt að þrjá virka daga þannig að endilega sæktu til okkar í Hafnarfjörð eða Reykjavík til að vera viss um að fá gjöfina í tæka tíð :)


Frelsum minningarnar og deilum þeim með vinum og fjölskyldu 17. 01. 16

Öll eigum við mikið af myndum sem sitja fastar í tölvunni, símanum, æPaddinum eða öðrum tækjum. Á Pintrest er að finna svo margar skemmtilegar hugmyndir til að skreyta heimilið og lífið með fallega prentuðum myndum frá okkur :)

Hér eru hugmyndir sem við erum geggjað skotin í:

Hér má sjá eina skemmtilega útfærslu, rammana væri til dæmis hægt að fá hjá Góða Hirðinum, IKEA og fleirri verslunum. Föndur klemmur og vír er hægt að fá í föndurbúðum eins og Föndru eða hjá þeim í Litur og föndur.

Einnig finnst okkur þessar viðar plötur með klemmunum snildar hugmynd, hægt væri að mála þær í litum til að lífga meira upp á þær. 

Báðar þessar hugmyndirnar gera það auðvelt að skipta um myndir þannig að nýjustu ævintýrin eru til sýnis upp á vegg.

Við hvetjum ykkur til að smella læk á okkur á Facebook, elta okkur á InstagramTwitter og Pinterest og deila með okkur ykkar útfærslum á myndagleðinni.