Augnablik...

Fréttir og fróðleikur

Hvað með myndirnar úr fríinu 12. 08. 16

Okkur finnst öllum gaman að taka ljósmyndir, bæta jafnvel við flottum filter og deila þeim á Instagram eða Facebook… en hvað svo?

Eitt af því skemmtilega eftir sumarið, að frátöldnu brúnkunni að sjálfsögðu, eru þær minningar sem við söfnum í símanum eða myndavélinni. Hér áður fyrr varð til mikil spenna þegar myndirnar voru sóttar í framköllun og öllu haldið til haga í fallegu albúmi en í dag erum við farin að vera töluvert hugmyndaríkari í því hvernig við frelsum myndirnar okkar. Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem ánægðir viðskiptavinir hafa sent okkur:

Minningarnar upp á vegg

Hún Elva Björk taggaði okkur á þessa fallegu mynd 

Eða ef þú hefur ferðast um Íslandið góða getur þú sett þær upp eins og Karlotta10 gerði hér:

Minningarnar á ísskápinn

Þú getur látið minningunum njóta sín á ísskápnum með seglum

Minningarnar hengdar upp á snúru

Þessar tvær hugmyndir koma mjög vel út og það er auðvelt að skipta út myndum ef vilji er til, 

og þessi sem Guðríður Lilja taggaði okkur á:

 


Minningarnar í albúm

Myndabækurnar með texta eru snild ef þú vilt hafa smá söguþráð.

En svo ef þú vilt bara einfalt albúm með myndum þá er líka ljósmyndabókin frábær:

Einnig er gaman að búa til smá scrap bók eftir sumarfríið, með ljósmyndum og kortum, nafnspjöldum úr verslunum og veitingastöðum, miða úr ferðalögum, tónleikum eða safna-heimsóknir, póstkort og allt það skemmtilega sem gert var yfir sumartíman.


Okkur þætti ótrúlega gaman að sjá hugmyndir frá ykkur hvernig þið frelsuðu sumar minningarnar - þú getur notað hashtaggið #prentagram eða sent okkur þær á Facebook :)


Það er mikið búið að vera í gangi hjá okkur 14. 06. 16

Síðustu mánuðir hafa verið stappaðir af gleði og unnum við meðal annars að gerð fyrstu "alvöru" auglýsingunni okkar:

Við viljum þakka snillingunum hjá Motive og Eventa Films fyrir frábæra og gríðarlega faglega vinnu... við gætum ekki verið ánægðari og stoltari af útkomunni :) .

Við vorum auk þessa að bæta við nýrri vöru, sem er prentun á segul, og hafa viðtökurnar svo sannarlega verið æðislegar. 

Nú getur þú meðal annars fengið dagatal á segul og smellt einum og einum mánuði upp á ískáp í einu og erum þau að okkar mati að koma rosalega vel út.

Segla er hægt að nota til að skreyta margt annað en gamla ísskápinn og fundum við nokkrar skemmtilegar hugmyndir á Pintrest. Ein af þeim skemmtilegri er ný útgáfa af korktöflunni góðu, nema hvað með járn plötu í stað korks og segull notaður til að festa á töfluna.



Leiðbeiningar um hvernig þetta var búið til er að finna hér

Einnig er hægt að skella í eitt fjölskyldutré:

En til dæmis væri hægt að nota strimlana í tréð og klippa þá niður.

Við kvetjum ykkur að byrja að skapa og endilega deildu gleðinni með okkur... það er fátt sem gleður okkur meira :)