Það er komið sumar, sól í heiði skín, vetur burtu farinn, tilveran er fín.. söng Pálmi Gunnarsson forðum
Núna er bara að krossa fingur, ef þið eruð hjátrúarfull, og vona að sumar og vetur frjósi saman, því samkvæmt gamalli þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta.
Við hjá Prentagram elskum íslenskt sumar :)
Daginn lengir og grillsýkin tekur öll völd :)
Blómin byrja að blómstra og börnin koma heim með ný tínd blóm, reyndar hundur í þessu tilfelli
Við verðum eins og börn og förum meira út að "leika"
Sumarið er frábær tími til að skapa minningar, og okkar fallega land býður upp á svo mikið að gera, sem hægt er allan sólahringinn yfir sumartíma :)
Við bíðum spennt eftir sumrinu, látum ekki smá rigningu og rok stoppa okkur í að skapa minningar