Það er mikið búið að vera í gangi hjá okkur

Síðustu mánuðir hafa verið stappaðir af gleði og unnum við meðal annars að gerð fyrstu "alvöru" auglýsingunni okkar:

Við viljum þakka snillingunum hjá Motive og Eventa Films fyrir frábæra og gríðarlega faglega vinnu... við gætum ekki verið ánægðari og stoltari af útkomunni :) .

Við vorum auk þessa að bæta við nýrri vöru, sem er prentun á segul, og hafa viðtökurnar svo sannarlega verið æðislegar. 

Nú getur þú meðal annars fengið dagatal á segul og smellt einum og einum mánuði upp á ískáp í einu og erum þau að okkar mati að koma rosalega vel út.

Segla er hægt að nota til að skreyta margt annað en gamla ísskápinn og fundum við nokkrar skemmtilegar hugmyndir á Pintrest. Ein af þeim skemmtilegri er ný útgáfa af korktöflunni góðu, nema hvað með járn plötu í stað korks og segull notaður til að festa á töfluna.Leiðbeiningar um hvernig þetta var búið til er að finna hér

Einnig er hægt að skella í eitt fjölskyldutré:

En til dæmis væri hægt að nota strimlana í tréð og klippa þá niður.

Við kvetjum ykkur að byrja að skapa og endilega deildu gleðinni með okkur... það er fátt sem gleður okkur meira :)