Gjafamánuður Prentagram

Við erum orðlaus yfir þeim frábæru viðtökum sem Prentagram hefur fengið. Á þeim rúmu 6 mánuðum sem liðnir eru síðan Prentagram varð til höfum við sent vel yfir 30.000 ljósmyndir, ramma og kort inn á hátt í 2.000 íslensk heimili!

Til að fagna herlegheitunum ætlum við að efna til Gjafamánaðar. Á hverjum degi í febrúar fær að lágmarki einn heppinn viðskiptavinur gjöf eða gjafabréf sent heim með pöntun sinni. Það eina sem þú þarft að gera er að panta vöru af heimasíðu okkar www.prentagram.is frá 1. til og með 29. febrúar n.k. og þú gætir átt von á óvæntum glaðningi með pöntuninni þinni.

Gjafirnar eru ekki af verri endanum og má þar nefna:

Spennandi ár framundan

Við erum stöðugt að skoða nýjar leiðir til að bæta þjónustu okkar og auka vöruframboðið. Við keyrum nú öllum pöntunum á höfuðborgarsvæðinu alveg sjálf út og er afgreiðslutími því sjaldan meira en næsti virki dagur. Vinna við að auka skilvirkni í pöntunarferlinu á heimasíðunni er langt komin sem og forritun á appinu okkar. Samhliða þessu erum við með nokkrar vörur á teikniborðinu og munum við kynna þær til leiks á næstu vikum.

Við hvetjum þig því til að smella læk á okkur á Facebook, elta okkur á Instagram og Twitter, deila gleðinni með þeim sem þér þykir vænt um og halda áfram að frelsa myndirnar þínar - við sjáum um að koma þeim til þín hratt og örugglega!

Með kærri kveðju,

Friðrik og Prentagram-fólkið