Vorfagnaður Bootcamp

Prentagram tók þátt í gríðarlega skemmtilegum Vorfagnaði snillingana í Bootcamp þetta vorið. Við bjuggum til merki (#) fyrir þau og settum upp nýjan vef á www.frelsadumyndirnar.is og komum þannig þessari skemmtilegu hugmynd sem hefur blundað í okkur lengi loksins í loftið.

Heimasíðan er nýjung á Íslandi en þar geta notendur skráð sig inn á sitt Instagram og leitað að vild eftir merkjum (#). Myndir merktar með þessu merki (#) birtast svo í rauntíma á skjánum og er hægt að varpa þeim upp á hvaða græju sem er. Þetta er fullkomin leið til að byggja um skemmtilega stemmingu í mannamótum hvort sem er árshátíðum, brúðkaupum, ættarmótum eða skólaböllum. 

Þjónusta frelsadumyndirnar.is er frí og hvetjum við alla til að nýta sér þessa snilldar lausn.