EVE Fanfest CCP í Hörpunni

Við hjá Prentagram fengum það skemmtilega verkefni um síðustu helgi að taka þátt í EVE Fanfest CCP. Um 3.000 manns komu hvaðanæva að úr heiminum á þessa árlegu uppskeruhátið EVE leiksins vinsæla og vorum við hjá Prentagram gríðarlega ánægð með að fá að taka þátt.

Við fengum það skemmtilega verkefni að útbúa nýja heimasíðu fyrir hátíðina en hlutverk hennar var að safna saman öllum myndum sem merktar voru #evefanfest á Instagram og varpa þeim svo upp á skjái staðsetta um alla Hörpuna. Við bjuggum einnig til þægilegt kerfi sem gerði starfsólki CCP auðvelt um vik við að samþykkja eða hafna myndunum áður enn þær fóru í loftið. Hér er afraksturinn og birtast myndirnar þegar ýtt er á "play".

Auk þessa vorum við á svæðinu með lítinn bás og prentuðum myndir fyrir gesti og gangandi en sú þjónusta sló rækilega í gegn, sér í lagi eftir hárgreiðslu, málun og jafnvel húðflúrun gesta.

Þarna nýttist vel sú vinna sem hefur farið í www.frelsadumyndirnar.is en síðan hefur notið gríðarlegra vinsælda og verið notuð í fjölda brúðkaupa, afmæla, árhátíða og annara mannfagnaða. Síðan virkar þannig að eftir að þú ert búin að skrá þig inn með notendanafni og lykilorði af Instagram getur þú gert þína eigin myndasýningu með því hashtag-i sem þú vilt og uppfærist það í rauntíma um leið og einhver tekur mynd og merkir. Þjónusta síðunnar er þér að kostnaðarlausu, gjöf frá okkur til þín :)

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá hátíðinni.