Í dag eigum við afmæli því í dag er ár síðan Prentagram ævintýrið hófst.
Að því tilefni höfum við slegið til afmælishátíðar og bjóðum við 20% afslátt af hálsmenum, ljósmyndum, kortum og bókum til miðnættis á sunnudag ef afsláttarkóðinn allir-elska-prentagram er notaður við pöntun á heimasíðu okkar www.prentagram.is.
Síðustu 12 mánuðir hafa verið ótrúlega skemmtilegir, krefjandi og fullir af gleði. TAKK fyrir ótrúlega góðar viðtökur, alla gleðina og fyrir að trúa á okkur og treysta :)
Við tókum svo saman nokkrar staðreyndir sem skemmtilegt verður að bera saman við næstu 12 mánuði :)