ÍMARK-dagurinn


Við fengum boð sem við gátum ekki hafnað: Að vera með bás á ÍMARK-deginum á morgun, föstudag, í Háskólabíói. Við erum að kafna úr stressi að búa til ný sýnishorn af vörunum okkar, prenta bannera og strauja skyrtur en við verðum tilbúin!

ÍMARK eru samtök markaðsfólks á Íslandi og er ÍMARK-dagurinn hálfgerð árshátíð þeirra sem starfa við markaðssetningu á landinu. Það er því úber spennandi að fá að kynna Prentagram á viðburði sem slíkum. Ekki skemmir fyrir að við fáum að hlusta á mjög spennandi fyrirlestra yfir daginn sem snúa allir að "efnis-markaðssetningu" sem er samheiti yfir aðferðir við að kynna vörur og þjónustu án þess að vera með eiginlegar auglýsingar.

Þú finnur heimasíðu ÍMARK hér og nánari upplýsingar um viðburðinn hér. Ef þú átt leið hjá væri frábært að fá þig í heimsókn í litla básinn okkar :)