Kort með þinni mynd

Ímyndaðu þér að mæta í afmæli með fallega gjöf og kort þar sem mynd af afmælisbarninu er í aðalhlutverki - já eða mynd af nýju brúðhjónunum :) Með því að nota þínar eigin ljósmyndir inn á prentagram.is getur þú með mjög einföldum hætti búið til kort sem nýtist meðal annars í næsta afmæli, brúðkaup, fermingu eða útskrift.

Ljósmyndin getur verið af hverju sem er og þú ræður því algjörlega hvort við prentum á kortið fyrir þig þinn eigin texta eða þú einfaldlega handskrifar í kortin seinna. Kortin eru prentuð á þykkan hágæða pappír sem tryggir hámarks gæði og endingu.

Kortin eru ein vinsælasta varan hjá viðskiptavinum okkar en þau eru í senn falleg og afskaplega vönduð. Um síðustu jól sendu íslendingar um 40.000 (fjörtíuþúsund!!!) jólakort frá okkur til vina og vandamanna um land allt en þau henta klárlega líka sem geggjuð viðbót við gjafir við öll tilefni. 

Kortin á myndinni hér að ofan eru 10x10 sm kort með venjulegu broti en einnig er hægt að fá kort með A-broti sem þýðir að kortið opnast upp. Einblöðungur þar sem myndin fer framaná og textinn aftaná er á 120 kr. stk. og þú getur alltaf valið á milli þess að sækja eða fá pöntunina þína senda heim hvert á land sem er. Smelltu hér og sjáðu hve einfalt ferlið er....