Áttu lausan vegg?

Hér eru nokkrar hugmyndir frá glöðum viðskiptavinum sem veitt hafa okkur hjá Prentagram innblástur.... og miiiiiikla gleði :)

Þau Guðrún María og Egill búa í útlöndum og smelltu þau Íslandi upp á vegg hjá sér (Prentagram sendir hvert sem er í heiminum).

Hún Sara bjó til geggjað veggskraut handa dóttur sinni og notar þarna segla til að festa myndir á málm.

Hún Teresa bjó til klukku með því að líma myndir á timbur og svo upp á vegg.

Þau Hildigunnur og Doddi eru með minningavegginn á hreinu. Þau nota þarna klemmur til að festa myndirnar saman en þær fást á síðunni okkar.

Hún Eva Hafdís bjó til fallegt hjarta með fallegum minningum.

Nú ætti innblásturinn að vera kominn og pöntunarferlið er afar einfalt - frelsaðu myndirnar þínar og deildu útkomunni endilega með okkur :)