Einstakt pöntunarferli Prentagram

Prentagram er ekki síður hugbúnaðarfyrirtæki en prentfyrirtæki. Við höfum þróað allan hugbúnaðinn okkar sjálf og er heimasíðan okkar tengd beint við prentvélarnar í einni af stærstu prentsmiðjum landsins. Þegar þú gengur frá pöntuninni þinni inn á prentagram.is er hún prentuð sjálfvirkt um leið - sama hvaða tíma dags þú pantar. Eftir að pöntuninni þinni hefur verið pakkað sækir Íslandspóstur hana til okkar og keyrir til þín.

Hágæða Svansvottuð prentun

Prentvélarnar sem við notum eru gríðarlega öflugar, verðmætar, flottar, áreiðanlegar og góðar. Þær eru undir stöðugu eftirliti og viðhaldi umboðsaðila Xerox á Íslandi sem tryggir sömu gæði í öllum pöntunum. Vörur okkar eru prentaðar í Svansmerktri prentsmiðju en vottunin tryggir að umhverfisáhrif framleiðslunnar eru lágmörkuð, allt frá uppruna hráefna til meðhöndlunar úrgangs.