Ertu "skrappari"?

Hún Gerður sendi okkur nokkrar myndir af "skrappinu" sínu (e. scrap book) en með þessari tækni er hægt að búa til ótrúlega fallegar bækur fullar af uppáhalds minningunum.

Gerður bjó til bók um ferðalag hennar um Asíu og setti hún myndirnar inn í tímaröð. Hún keypti bæði bókina og sérstaka lím búta í Eymundsson í Smáralindinni en við mælum eindregið með að notað sé sýrulaust lím til að tryggja hámarks endingu.




Ef þig vantar frekari innblástur mælum við með að þú leitir eftir "scrap books" á Pinterest eða Google :)