Öll eigum við mikið af myndum sem sitja fastar í tölvunni, símanum, æPaddinum eða öðrum tækjum. Á Pintrest er að finna svo margar skemmtilegar hugmyndir til að skreyta heimilið og lífið með fallega prentuðum myndum frá okkur :)
Hér eru hugmyndir sem við erum geggjað skotin í:
Hér má sjá eina skemmtilega útfærslu, rammana væri til dæmis hægt að fá hjá Góða Hirðinum, IKEA og fleirri verslunum. Föndur klemmur og vír er hægt að fá í föndurbúðum eins og Föndru eða hjá þeim í Litur og föndur.
Einnig finnst okkur þessar viðar plötur með klemmunum snildar hugmynd, hægt væri að mála þær í litum til að lífga meira upp á þær.
Báðar þessar hugmyndirnar gera það auðvelt að skipta um myndir þannig að nýjustu ævintýrin eru til sýnis upp á vegg.
Við hvetjum ykkur til að smella læk á okkur á Facebook, elta okkur á Instagram, Twitter og Pinterest og deila með okkur ykkar útfærslum á myndagleðinni.