Dagur bóndans er á næstu dögum

Hvernig væri að gleðja bóndann með fallegum minningum á bóndadaginn. Við erum handviss um að þú eigir fullt, fullt, fullt af fallegum og skemmtilegum ljósmyndum í símanum eða tölvunni. Skrappbók með minningum ykkar frá síðasta ári er til dæmis að okkar mati mjög skemmtileg gjöf...

Fyrir ykkur sem eruð góð í "dúitjorself" þá fundum við þessa flottu hugmynd á Pinterest en svo er hægt að kaupa tómar bækur bæði í Tiger og föndurbúðum...

Fyrir ykkur sem eruð einsog við, með þumalputta á öllum, og mynduð enda með að líma saman blaðsíðurnar eða puttana á ykkur, að þá er fljótlegt og einfalt að panta myndabækur með texta hjá okkur. Athugið að heimsending tekur allt að þrjá virka daga þannig að endilega sæktu til okkar í Hafnarfjörð eða Reykjavík til að vera viss um að fá gjöfina í tæka tíð :)