Að okkar mati er óstjórlega gaman að huga að skreytingum þegar halda skal veislu.
Að nota ljósmyndir er alltaf skemmtileg leið til að brjóta ísinn og fá veislugesti til að tala saman og rifja upp gamlar og skemmtilegar minningar. Þegar verið er að halda upp á ákveðinn áfanga eins og afmæli, útskrift, fermingu eða brúðkaup eru myndirnar að okkar mati eiginlega algjört "möst".
Viðskiptavinir okkar hafa verið svo yndislegir að deila sínum skreytingum með okkur og eru hér nokkrar hugmyndir:
Lilja Dröfn deildi þessari fallegu útfærslu með okkur í fyrra:
Og þessi kom frá Rögnu Björg:
Það kemur líka skemmtilega út að setja nokkrar myndir upp á harðspjald, hvort sem það sé pappaspjald eða þunn viðarplata og henga upp fyrir ofan veisluborðið:
Það skemmtilega við þessa hugmynd er að það er svo hægt að taka spjaldið svo niður og nota eftir veislur til að skreyta veggi heimilisins. Leiðbeiningar er að finna á blogginu Bits_for_Everything.
Hér er svo skemmtileg og einföld leið til að gleðja afmælisbarnið en að sjálfsögðu er hægt að setja myndirnir í albúm eða scrap bók eftir veisluna.
Ein skemmtileg í lokinn... hún gæti verið svoldið tímafrek... en mjög skemmtileg og fundum við hana hjá Amethystcat.
Fyrir þetta verkefni væri hægt að notast við strimlana okkar og klippa þá svo niður.
Endilega deilið með okkur ykkar útfærslur af skreytingum því við eeeelskum að sjá frelsaðar myndir :)