Fréttir frá Prentagram

Nú getur þú sent okkur "venjulegar" myndir!

Við höfum fengið fjölda fyrirspurna um 10x15 sm eða "venjulegar" myndir eins og við kjósum að kalla þær og fólk þekkir svo vel. Að sjálfsögðu svörum við þessum fyrirspurnum með því að auka vöruframboð okkar.

Myndirnar eru áfram prentaðar á þykka, matta og kámfría hágæða pappírinn sem þið þekkið svo vel og koma þær með 5 mm hvítum ramma.

Að mati okkar koma myndirnar í þessari stærð hrikalega vel út og erum við gríðarlega ánægð með að geta boðið upp á þessa nýjung!