Fréttir frá Prentagram

Nýja heimasíðan okkar

Nýja heimasíðan okkar fór í loftið á dögunum og hafa viðtökurnar verið frábærar! Loksins er á einfaldan hátt hægt að panta hágæða ljósmyndir heim að dyrum og hafa nú þegar fjölmargir nýtt sér þessa þjónustu okkar.

Hefur þú kíkt inn? Slóðin er www.prentagram.is (eins og þér var væntanlega búið að detta í hug).
 

Aukið vöruframboð

Við höfum aukið vöruframboð okkar með því að hefja sölu á nýrri tegund af römmum. Nú er hægt að fá fjórar Prentagram myndir saman í 30x30 sm ramma og erum við virklega ánægð með að geta boðið upp á þessa flottu viðbót. Rammarnir eru allir handsmíðaðir hér á Íslandi úr besta hráefni sem völ er á.

Nánari upplýsingar má finna hér.