Augnablik...

Fréttir og fróðleikur

Konudagurinn er á sunnudaginn!! 15. 02. 16

Áttu eftir að finna gjöf handa henni fyrir konudaginn?

Hvað með að frelsa nokkrar fallegar ljósmyndir af ykkur eða einhverju skemmtilegu sem þið hafið gert saman? Það er afskaplega einfalt að gera Ljósmyndabók með skemmtilegum minningum og augnablikum, við sendum þér pöntunina svo heim að dyrum eða þú getur komið og sótt til okkar bæði í Hafnarfirði og Reykjavík.

Þú getur líka búið til Myndabók með texta og til dæmis tekið nokkrar góðar myndir frá síðasta ári eða fríinu sem þið fóruð saman í.

Ljósmyndastrimlarnir okkar eru mjög vinsæl gjöf og er hægt að nota þá sem bókamerki, sem skraut og festa þá upp á ískáp svo eitthvað sé nefnt :) 

Og að lokum langar okkur að benda þér á hálsmenin okkar en þú getur pantað þau með mynd af þér, henni, börnunum, dýrunum eða hverju öðru sem þér dettur í hug :)


Konudagsgjöfin verður leikur einn með Prentagram :)