Skilmálar

Við hjá Prentagram gerum allt sem í okkar valdi stendur til að uppfylla ströngustu kröfur þínar því við vitum að án viðskipta þinna hefðum við ekki tækifæri til að gera það sem okkur finnst skemmtilegast; að frelsa myndirnar þínar úr stafrænu formi og koma þeim til þín og þeirra sem þér þykir vænst um!

Hér eru nokkur atriði sem eru okkur mikils virði og eiga það sameiginlegt að stuðla að bættri þjónustu okkar:

  1. Frá stofnun Prentagram höfum við ávallt farið eftir lögum, við gefum allar tekjur upp til Ríkisskattsstjóra og störfum eftir hæstu gildum siðferðis og lögfræði. Með þessu leggjum við okkar lóð í vogarskálar samfélagsins og vinnum að uppbyggingu þess.
  2. Skilafrestur er 14 dagar, vörur sem eru sérhannaðar eins og prentaðar ljósmyndir, kort og dagatöl er ekki hægt að skila. Aðrar vörur þurfa að vera ónotaðar, í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með ef endurgreiðsla á að eiga sér stað. Ef um vöru á útsölu er að ræða fellur þó allur skilaréttur niður. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að seljandi hefur móttekið vöru aftur. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Upphæð endurgreiðslu skal vera það verð sem kemur fram á pöntunarstaðfestingu.
  3. Það sem við getum þó ekki ábyrgst er:
    1. Ástand myndanna sem þú sendir til okkar hvort sem það snýr að litum, gæðum, stærð eða upplausn,
    2. að þú hafir stillt (kroppað) myndirnar þínar af og snúið þeim rétt svo að sýnishornið verði eins og þú vilt hafa prentunina áður en þú sendir þær í körfuna þína,
    3. að textinn þinn sé í lagi; rétt stafsettur, staðsetning sé rétt eða stærð og leturgerð eins og þú vildir hafa hann.
    4. að þú hafir sent okkur þær myndir og valið þá vöru sem þig langar í.
  4. Það litla sem fellur til við framleiðslu okkar er allt flokkað og förgum við því á viðeigandi hátt en við gefum m.a. efni til í leikskóla. Ef af einhverjum ástæðum þarf að farga einhverju með prentuðum ljósmyndum á, fer það í gegnum tætara okkar áður enn því er fargað með viðeigandi hætti.
  5. Persónuupplýsingum þínum er haldið leyndum fyrir umheiminum og sendum við aldrei og ekki undir nokkrum kringumstæðum netföng, símanúmer, heimilisföng eða aðrar upplýsingar um þig frá okkur.
  6. Kortavefur Valitor sér um allt sem viðkemur greiðslum og fáum við því engar upplýsingar sem tengjast kredit- eða debetkortum viðskiptavina okkar.
  7. Innrömmun á sér stað hjá Innrammaranum, Rauðarárstíg 41, 105 Reykjavík sem fylgir gæðastöðlum og siðareglum sem "The Fine Art Trade Guild" í Bretlandi gefur út. Þar er aðeins notast við hágæða hráefni og er því litla sem fellur til við framleiðslu þeirra fargað á viðeigandi hátt. 
  8. Myndvinnsluhluti heimasíðu okkar er hýstur í öruggu umhverfi. Við geymum ekki myndirnar þínar og eyðum þeim að þeim tíma liðnum sem við teljum nauðsynlegan til að klára pöntunarferlið. Þar til innsendum upplýsingum, gögnum eða ljósmyndum er eytt sjálfvirkt eru þau aldrei aðgengileg öðrum en starfsfólki okkar sem starfar við að þjónusta viðskiptavini okkar og því starfsfólki sem starfar við prentun. Undir venjulegum kringumstæðum er öllum myndum eytt tveim vikum eftir að þær eru sendar inn í gegnum vefsvæði okkar.