Prenta myndir af Instagram

Það er leikur einn að nýta þjónustu Prentagram til að frelsa myndir af Instagram. Hér eru nokkur góð ráð og svör við algengum spurningum:

Tengjast Instagram:

  • Hægt er að tengjast Instagram með því að smella á "Tengjast Instagram" efst á forsíðunni okkar.
  • Ef þú ert þegar skráð/ur inn á Instagram þarftu bara að samþykkja tenginguna en annars ertu beðin/n um að skrá þig inn fyrst.

Velja myndir af Instagram:

  • Eftir að hafa tengst Instagram á forsíðunni velur þú vöru og ferð í gegnum valmöguleikana sem koma þar upp.
  • Neðst á síðunni er nú svæði þar sem þú getur birt myndir af Instagram og smellir þú einfaldlega á mynd sem þú vilt nota. Ef þú færð ekki upp neinar myndir gæti verið að þú sért skráð/ur inn á rangan Instagram aðgang og er best að ganga úr skugga um það með því að fara inn á instagram.com.
  • Þegar þú hefur smellt á mynd þá birtist hún neðar á síðunni og getur þú smellt á myndina til að kroppa, snúa eða bæta við eintökum en myndin verður prentuð eins og sýnishornið kemur fram.
  • Ofar á síðunni er svo hægt að bæta við fleiri myndum og búa þannig til vöru sem þú getur bætt í körfuna þína.

Skipta á milli Instagram aðganga:

  • Hægt er að skipta á milli Instagram aðganga en þá þarftu að byrja á því að fara inn á instagram.com og skrá þig þar út af aðgangnum þínum. Þegar þú smellir svo á "Tengjast Instagram" efst á forsíðunni okkar þá getur þú skráð þig inn á nýjan aðgang. 
  • Ef þú varst búin að bæta myndum í körfuna þína af aðgangnum sem þú varst að skrá þig útaf munu þær haldast áfram í körfunni og þú getur þannig búið til eina pöntun með myndum af fleiri en einum aðgangi.

Prenta af Instagram eftir myllumerki:

  • Eftir breytingar hjá Instagram þá þarf sérstakan aðgang til að geta nálgast Instagram myndir eftir myllumerki (hashtag). Við erum með þannig aðgang og getum sótt myndirnar fyrir þig en þú þarft að hafa samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst á prenta@prentagram.is og við svörum þér um hæl.

Villa þegar ég tengist Instagram:

  • Ef upp kemur villa þegar þú tengist Instagram á síðunni okkar gætir þú þurft að breytir lítillega slóðinni sem kemur upp þegar villan birtist en slóðin er væntanlega að sýna prentagram.is þarna inn í allri rununni. Ef þú breytir "prentagram.is" í "printem.is" og lætur allt annað óbreytt þá kemstu inn og tengist Instagram.