Kort


Nú getur þú breytt ljósmyndunum þínum í falleg kort.


Við sendum þér kortin ásamt umslögum og jafnvel frímerkjum heim að dyrum og það eina sem þú þarft að gera er að kvitta, líma og senda. Þetta gerist ekki öllu þægilegra!


Athugaðu að myndin þín fer á kortið eins og hún kemur fram á skjánum þínum þegar þú ert búin að setja hana inn á síðuna okkar – þú gætir þurft að stilla hana af fyrir prentun með því að smella á hana í skrefi 3.


Það sama gildir um textann sem þú skrifar inn í kortin – við prentum hann eins og hann kemur fram á skjánum þínum þannig að þú verður að passa að staðsetning, stærð og letur sé eins og þú vilt hafa það.


Frímerkin eru frímerki frá Íslandspósti. Ef þú vilt getur þú valið að taka frímerkin með og við sendum þér þau með kortunum. Við leggjum ekkert ofan á verð frímerkjanna og þú færð þau á sama verði og í pósthúsinu  án þess að þurfa að fara í pósthúsið.


Þú getur valið um nokkrar stærðir og gerðir af kortum:
10x10 cm kort en hér er A-brotið efst til vinstri, venjulegt brot til hægri og einblöðungur neðst.

10x15 cm kort en hér er A-brotið efst til vinstri, venjulegt brot til hægri og einblöðungur neðst.

Sendu okkur endilega fyrirspurn á prenta@prentagram.is ef einhverjar spurningar vakna og við svörum þér um hæl.