Leiðbeiningar
Svona pantar þú á heimasíðunni okkar:
- Þú velur þá vöru af forsíðunni sem þig langar í og vinnur þig í gegnum þá valmöguleika sem í boði eru.
- Þú sendir myndirnar þínar inn á síðuna með því að fylgja leiðbeiningunum á síðunni. Þótt þú sért búin að velja myndir getur þú alltaf smellt á plús merkið og bætt þannig fleiri myndum við. Ef síðan verður hæg eða tölvan óþolandi mælum við með því að þú setjir færri myndir í gegnum kerfið í einu - kláraðu skrefin með fáar myndir í einu og þannig safnast þær saman í eina stóra pöntun í körfunni þinni og tölvan þín heldur lífsgleðinni :)
- Þegar myndirnar eru komnar inn á síðuna okkar þarft þú að fara yfir þær og smella á þær myndir sem þú vilt kroppa, snúa, eða fá fleirri eintök af. Ef þú lendir í því að koma ekki öllu myndefninu fyrir á svæðinu innan bláa kassans hentar myndin því miður ekki þeirri stærð sem þú hefur valið. Myndirnar berast til okkar eins og þær koma fram á síðunni og verður þú að passa að sýnishornin af myndunum séu eins og þú vilt hafa prentunina!
- Þar sem það á við þarftu að passa upp á það í hvaða röð þú setur myndirnar inn á síðuna en þú finnur allar nánari upplýsingar á hverri vörusíðu fyrir sig.
- Þegar allar vörurnar sem þig langar í eru komnar í körfuna þína getur þú klárað innkaupaferlið, valið um að sækja eða fengið sent með Íslandspósti, pöntunin fer frá okkur í póst næsta virka dag*
Ef þú lendir í einhverjum vandræðum þá getur þú alltaf sent okkur póst á prenta@prentagram.is og við aðstoðum þig með bros á vör.
*Við sendum pantanir með Íslandspósti hf. og fer sendingartíminn því eftir staðsetningu þinni og álagi hjá Íslandspósti hf.