Leiguskilmálar

Prentagram ehf.

LEIGUSKILMÁLAR

Skilmálar þessir eru á milli Prentagram ehf. og leigutaka og taka gildi um leið og greiðsla fyrir pöntun berst

Leigufyrirkomulag:

  1. Leigutaki pantar vörur/búnað á vefsíðunni Prentagram.is og gengur frá greiðslu þar. Þegar fullnaðargreiðsla hefur borist telst samningur þessi samþykktur af báðum aðilum.
  2. Vörurnar/búnaðurinn skal sóttur á starfstöð Prentagram ehf við Rauðarárstíg 41 í Reykjavík nema annað sé tilgreint í vörulýsingu.
  3. Hægt er að bóka uppsetningu á vörum/búnaði og/eða flutning hjá Prentagram en slík þjónusta skal pöntuð um leið og varan er pöntuð. Kostnaður vegna þessa skal greiddur um leið. Uppsetning er einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu.
  4. Afbóka skal með 24 tíma fyrirvara í gegnum netfangið prenta@prentagram.is og þá er full endurgreiðsla í boði. Sé afbókað með styttri fyrirvara þá fæst leigan ekki endurgreidd.

 

Leigutími/verð:

  1. Leigutími er almennt sólarhringur og öll verð miðast við það. Viljir þú leigja vöru/búnað lengur en í sólarhring þá er almennt greitt um 50% af leiguverðinu fyrir hvern auka dag. Ef þú hefur hug á leigu í sex daga eða í lengri tíma mátt þú endilega hafa samband símleiðis eða í tölvupósti og við gerum þér tilboð.
  2. Afhending á vöru/búnaði
    1. Mánudaga – föstudaga: Prentagram ehf, Rauðarárstíg 41, 105 Reykjavík á milli kl. 13:00 og 18:00.
    2. Laugardaga: Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, 105 Reykjavík á milli kl. 12:00-16:00.

  3. Skil á vöru/búnaði
    1. Mánudaga – föstudaga: Prentagram ehf, Rauðarárstíg 41, 105 Reykjavík á milli kl. 10:00 og 12:00.
  4. Sé vöru/búnaði ekki skilað á réttum tíma þá skal greitt fyrir fullt leiguverð fyrir hvern liðin dag frá skiladegi.

Ábyrgð/tryggingar:

  1. Ábyrgð og áhætta á leigðum vörum/búnaði færist yfir á viðskiptavin þegar vara/búnaður er afhentur á starfsstöð Prentagram ehf. eða þegar afhending hefur átt sér stað annars staðar og starfsmenn Prentagram ehf. hafa lokið uppsetningu.

  2. Eftir að ábyrgð á vöru/búnaði hefur færst yfir á viðskiptavin þá er viðkomandi ábyrgur fyrir öllu tjóni og því ef varan/búnaðurinn glatast.
  3. Prentagram ehf. býður viðskiptavinum vátryggingu sem er 5% af leiguverði. Sjálfsábyrgð vátryggingarinnar er í öllum tilvikum 15% af endurnýjunar verði vöru/búnaðar ef öllum öryggis kröfum hefur verið fylgt eftir. Sjálfsábyrgðin er þó ekki lægri en 65.000kr ef rekja má tjón til bótaskylds atburðar.

Þrifagjald:

  1. Öllum vörum/búnaði skal skilað hreinum. Ef því er ekki sinnt skal greiða þrifagjald kr. 5.000,- fyrir hverja leigða vöru/búnað.