Ljósmyndir


Mattar ljósmyndir eru prentaðar í prentsmiðju á þykkan, mattan hágæðapappír Myndirnar verða ekki kámugar þótt litlir fingur fái að snerta þær. Prentunin er merkt Svansmerkinu, opinberu umhverfismerki Norðurlandanna, sem vottar að neikvæð áhrif framleiðslunnar á umhverfið eru lágmörkuð.

Glansljósmyndir eru þær prentaðar á 248 g ljósmyndapappír frá Epson með svokallaðri Lustre-áferð og þær hafa allt að 70 ára endingartíma við kjöraðstæður.

Ljósmyndir Prentagram eru fullkomnar tækifærisgjafir sem fegra heimilið. 

Athugaðu að myndirnar koma til þín eins og þær birtast á skjánum þínum þegar þú ert búin að setja þær inn á síðuna okkar.

Þú gætir þurft að stilla þær til fyrir prentun með því að smella á þær í skrefi 3.


Í boði eru þrjár stærðir:
10x10 cm sem er jafn stór á alla kanta og henta Instagram myndum einstaklega vel. Þú getur samt sent hvaða myndir sem er (þurfa ekki að vera af Instagram) og klippt þær til í skrefi 3.

10x15 cm sem er eins og "venjuleg" framkölluð mynd. Þessi stærð hentar í sumum tilfellum myndum sem ekki eru af Instagram betur en 10x10 cm myndir.

20x20 cm sem er eins og 10x10 cm en bara stærra af því að stærra er stundum betra :-)

Sendu okkur endilega fyrirspurn á prenta@prentagram.is ef einhverjar spurningar vakna og við svörum þér um hæl.