Persónuvernd

Persónuverndarstefna 

Prentagram ehf. kt. 471013-0640 er umhugað um að vernda persónuupplýsingarnar þínar og við reynum ávallt að takmarka vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga. Til þess að við getum veitt þá þjónustu sem við bjóðum er samt nauðsynlegt að þú veitir lágmarks persónuupplýsingar og þá förum við eftir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsingar. 

Prentagram ehf. miðlar aldrei persónugreinanlegum upplýsingum til þriðja aðila og þær upplýsingar eru aldrei seldar.  

Myndvinnsluhluti heimasíðu okkar er hýstur í öruggu umhverfi. Við geymum ekki myndirnar þínarlengur en sem við teljum nauðsynlegan til að klára pöntunarferlið og þá er þeim eytt. Innsendum upplýsingum, gögnum eða ljósmyndum er eytt sjálfvirkt og eru aldrei aðgengileg öðrum en starfsfólki okkar sem starfar við að þjónusta viðskiptavini okkar og því starfsfólki sem starfar við prentun og framleiðslu pantana. Undir venjulegum kringumstæðum er öllum myndum eytt tveim vikum eftir að þær eru sendar inn í gegnum vefsvæði okkar. 

Kortavefur Valitor sér um allt sem viðkemur greiðslum og engar upplýsingar sem tengjast kredit- eða debetkortum viðskiptavina okkar eru sendar til okkar.  

Google Analytics er notað til að mæla atriði eins og heimsóknartíma á vefinn okkar, gerð stýrikerfis, tækis og vafra sem notaður ásamt landfræðilegum upplýsingum. 

Facebook, Instagram og Google Photos forritin eru notuð til þess að auka þægindi viðskiptavinarins og gerir honum kleift að hlaða upp myndum frá sínum persónulega prófíl beint frá þessum samfélagsmiðlum. Til að geta veitt þá þjónustu eru atriðum eins og netfangi og nafni safnað ásamt þeim myndum sem notandinn ákveður að hlaða upp. Notkun gagna sem berast frá Google API yfir til okkar fylgja notendastefnu Google API, þar á meðal kröfu um takmarkaða notkun. Sjá Google API Services User Data Policy

Klaviyo er markaðsforrit sem er notað til þess að miðla sérsniðum upplýsingum til viðskiptavinarins og safnar í þeim tilgangi upplýsingum um notkun hans á vefsvæði okkar ásamt atriðum eins og netfangi, nafni og viðskiptasögu. 

Shopify er veflægt sölukerfi sem við notum til þess að miðla vörum okkar til viðskiptavinarins og halda utan um pantanir. Til að það sé hægt er atriðum eins og nafni, netfangi, heimilisfangi, síma og pantansögu safnað. 

Printbox er myndvinnsluforrit sem við notum til þess að hanna þær vörur sem viðskiptavinurinn vill búa til og panta. Til þess að það sé hægt er atriðum eins og nafni, netfangi, heimilisfangi, síma og pantansögu safnað ásamt þeim ljósmyndum sem viðskiptavinurinn hleður upp. 

Vafrakökur (e. Cookies) eru notaðar á vefsvæði Prentagram ehf. Þær eru notaðar til að þau forrit sem nefnd eru hér fyrir ofan geti unnið saman og sérsniðið upplifun notandans og þjónustu við hann. Þetta eru litlar textaskrár, nokkurs konar fótspor sem vistast í tölvu notandans. Þær upplýsingar sem vistaðar eru í vafrakökunni er ekki miðlað til annarra vefsíðna. 

Eyða persónuupplýsingum.  Ef viðkomandi vill láta eyða öllum persónuupplýsingum um sig þá er nóg að senda okkur tölvupóst og biðja um að fjarlægja allar upplýsingar sem tengjast viðkomandi á prenta@prentagram.is

Með því að samþykkja skilmála um notkun á vafrakökum er Prentagram ehf.  m.a. veitt heimild til þess að safna og greina upplýsingar sem geta innhaldið eftirfarandi: 

  • Fjöldi gesta og fjöldi innlita frá gestum 
  • Lengd innlita gesta 
  • Hvaða síður innan vefsins eru skoðaðar og hversu oft 
  • Hvaða stýrikerfi og vafrar eru notuð til að skoða vefinn 
  • Hvaða leitarorð af leitarvélum vísa á vefinn 
  • Hvaða vefsvæði vísaði notanda á vefinn 
  • Hvenær dagsins vefurinn er skoðaður 

Allar upplýsingar sem vistaðar eru í vafrakökunni eru nafnlausar og eru engar persónulegar upplýsingar vistaðar. Engum upplýsingum er deilt með þriðja aðila.