Innrömmun


Í samstarfi við Innrammarann á Rauðarárstíg býður Prentagram upp á innrömmun. 
Rammarnir eru handsmíðaðir af faglærðu starfsfólki Innrammarans og er aðeins notast við hágæða hráefni við gerð þeirra.
Þú getur valið um að sækja rammana þér að kostnaðarlausu eða fá þá senda heim gegn vægu gjaldi. 


Athugaðu að myndirnar fara í rammann eins og þær koma fram á skjánum þínum þegar þú ert búin að setja þær inn á síðuna okkar - þú gætir þurft að klippa þær til og snúa þeim fyrir prentun með því að smella á þær í skrefi 3.

Athugaðu einnig að myndirnar fara í rammann í þeirri röð sem þú setur þær inn. Nánari upplýsingar má finna hér.
 
Í boði eru þrjár stærðir:

Hægt er að fá rammana bæði í hvítum og svörtum lit og er hægt að velja á milli 2 eða 3 sm þykktar á timbrinu í rammanum sjálfum.
20x20 sm rammi með einni mynd í:
Hvítur 2 sm rammi      
20x20 sm rammi með fjórum myndum í:
      

Sendu okkur endilega fyrirspurn á prenta@prentagram.is ef einhverjar spurningar vakna og við svörum þér um hæl.