Augnablik...

Fréttir og fróðleikur

Hugmyndir fyrir veisluna 02. 04. 16

Að okkar mati er óstjórlega gaman að huga að skreytingum þegar halda skal veislu.

Að nota ljósmyndir er alltaf skemmtileg leið til að brjóta ísinn og fá veislugesti til að tala saman og rifja upp gamlar og skemmtilegar minningar. Þegar verið er að halda upp á ákveðinn áfanga eins og afmæli, útskrift, fermingu eða brúðkaup eru myndirnar að okkar mati eiginlega algjört "möst".

Viðskiptavinir okkar hafa verið svo yndislegir að deila sínum skreytingum með okkur og eru hér nokkrar hugmyndir:

Lilja Dröfn deildi þessari fallegu útfærslu með okkur í fyrra:

Og þessi kom frá Rögnu Björg:

Það kemur líka skemmtilega út að setja nokkrar myndir upp á harðspjald, hvort sem það sé pappaspjald eða þunn viðarplata og henga upp fyrir ofan veisluborðið:

Það skemmtilega við þessa hugmynd er að það er svo hægt að taka spjaldið svo niður og nota eftir veislur til að skreyta veggi heimilisins. Leiðbeiningar er að finna á blogginu Bits_for_Everything.

Hér er svo skemmtileg og einföld leið til að gleðja afmælisbarnið en að sjálfsögðu er hægt að setja myndirnir í albúm eða scrap bók eftir veisluna.

Ein skemmtileg í lokinn... hún gæti verið svoldið tímafrek... en mjög skemmtileg og fundum við hana hjá Amethystcat.

 

Fyrir þetta verkefni væri hægt að notast við strimlana okkar og klippa þá svo niður.

Endilega deilið með okkur ykkar útfærslur af skreytingum því við eeeelskum að sjá frelsaðar myndir :)


Fermingar 2016 01. 02. 16

Það er margt sem huga þarf að fyrir ferminguna eins og staðsetningu, gestalistanum, fötunum, matnum og já ekki má gleyma að senda út boðskortin. Hjá okkur er að sjálfsögðu afar einfalt að panta boðskort og fá þau send heim ásamt umslögum og frímerkjum :) 

 

Það þarf líka að huga að skreytingu eða þema fyrir veisluna sjálfa en í fyrra sendu þau Frosti og Sigrún okkur sína hugmynd að borðskreytingu fyrir fermingu. Útkoman var skemmtileg stemming þar sem fólk labbaði á milli borða til að sjá sem flestar myndir. 

Það eru margar skemmtilegar leiðir til að skreyta veisluborðin með myndum og fá þannig gestina til að standa upp og blanda geði við hina gestina og er Pintrest alger gullkista af hugmyndu. Hér að neðan eru tvær af okkar uppáhalds:

  

Myndatrén er auðvelt að útfæra og auk þess væri hægt að mála þau í skemmtilegum lit og hengja muni á trén sem tengjast fermingarbarninu.

Blöðrurnar eru mjög skemmtilegar en hægt væri að binda blöðrurnar við eitthvað ef mjög hátt er til lofts og klemma myndirnar á bandið á blöðrunum.

Á Pintrest "borðinu" okkar eru hægt að sjá fleiri hugmyndir en skemmtilegast finnst okkur að sjá hugmyndir frá ykkur :)