Augnablik...

Fréttir og fróðleikur

10.000 pantanir afgreiddar 30. 09. 15

Í dag fögnum við þeim merka áfanga að hafa afgreitt pöntun númer 10.000 (og reyndar lika pantanir 10.001, 10.002, 10.003 og 10.004 þegar þetta er skrifað). Til samanburðar má geta þess að það eru 10.000 sæti á Laugardalsvellinum..... og það er slatti af sætum :)

Í tilefni af áfanganum ætlum við að endurgreiða pöntun númer 10.000 og var það hún Berglind Sigurðardóttir frá Hveragerði sem átti pöntunina - TAKK fyrir okkur Berglind og vonandi nýtast myndirnar vel!


Við erum 2 ára !! 17. 08. 15


Fallegar innsendar myndir 30. 07. 15

Það sem gerir starf okkar hjá Prentagram svo miklu, miklu, miklu skemmtilegra er öll sú gleði og ánægja sem kemur til okkar frá ánægðu viðskiptavinum okkar um land allt. Þúsund þakkir fyrir okkur og þær frábæru viðtökur sem við hjá Prentagram höfum fengið :)

Hér eru nokkrar innsendar myndir sem eiga það sameigninlegt að vera af innrömmuðum myndum sem pantaðar hafa verið í gegnum vef okkar prentagram.is.

Hún Saga Sif sendi okkur þessa mynd af fallegu myndarömmunum sínum:

 

Hildigunnur og Doddi sendu okkur þessa mynd af ramma með myndum og snuðum beggja barna þeirra:

Lovísa Ósk sendi okkur þessa:

Hólmfríður sendi okkur þessa:

Og Svana þessa:

Við bíðum spennt eftir fleiri myndum frá ykkur.....

 


Ljósmyndir á Strimlum 30. 06. 15

Hver hefur ekki farið í (eða séð í bíómyndum þegar farið er í) "Photo booth" og út koma fallegir strimlar með geggjuðum minningum. Hún Ríta Rós Stefánsdóttir var að senda okkur þessa æðislegu mynd af strimlum sem hún pantaði á heimasíðunni okkar og festi svo upp á vegg hjá sér. TAKK fyrir okkur Ríta og takk fyrir að deila með okkur :)


19. júní 2015 19. 06. 15

Í dag eru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt hér á Íslandi og er í tilefni af því lokað hjá okkur eftir kl 12 í dag.

Það er svo gaman að vera við... 16. 06. 15

Virkilega ánægður með þjónustuna hjá ykkur og útkomuna. 
Vildi bara koma hrósinu á framfæri og hérna er mynd af einum af 3 veggjunum sem ég hengdi myndir á, virkilega sáttur.

Góða helgi!

Kveðja,
Víðir

 


Fallegar myndir 11. 06. 15

Hún Sunna Dís sendi okkur mynd í gær ásamt geggjaðri kveðju:
Er ótrúlega ánægð með frábæra þjónustu, geggjaðar myndir og maður fær bara valkvíða hvaða skapandi hönnun verði fyrir valinu á þessum fallegu myndum.

Hér raðaði ég einfalt en gerir ótrúlega mikið fyrir fallega "litlu" risíbúðina mína. Búin að deila þessu með vinum mínum og ábyggilega margir á leiðinni að panta hjá ykkur miðað við viðbrögðin á póstinum.
TAKK fyrir okkur Sunna og eigðu frábæran dag :)

Gleði, gleði og gleði 02. 06. 15

Hún María Petra var að senda okkur þessa geggjuðu kveðju ásamt mynd sem gladdi okkur óstjórnlega:

Takk fyrir frábæra þjónustu! 
Ég pantaði 29 maí og þær voru komnar inn um lúguna hjá mér á Ólafsfirði strax í gær!

Notaði myndirnar til að skreyta vegginn fyrir ofan rúmið hjá mér og búa til "rúmgafl"

Hún notaði sýrulausa lím búta til að festa myndirnar upp en hún sagðist líka hafa notað áður kennaratyggjó sem hafi komið vel út því myndirnar eru svo þykkar og vandaðar :)

TAKK fyrir okkur María - þú bjargaðir alveg deginum hjá okkur :D


Ertu "skrappari"? 26. 05. 15

Hún Gerður sendi okkur nokkrar myndir af "skrappinu" sínu (e. scrap book) en með þessari tækni er hægt að búa til ótrúlega fallegar bækur fullar af uppáhalds minningunum.

Gerður bjó til bók um ferðalag hennar um Asíu og setti hún myndirnar inn í tímaröð. Hún keypti bæði bókina og sérstaka lím búta í Eymundsson í Smáralindinni en við mælum eindregið með að notað sé sýrulaust lím til að tryggja hámarks endingu.




Ef þig vantar frekari innblástur mælum við með að þú leitir eftir "scrap books" á Pinterest eða Google :)

500 dagar í röð 21. 05. 15

Við vorum að átta okkur á því að í síðustu viku rann upp sá dagur þar sem við höfum fengið pantanir á hverjum degi í 500 daga í röð!!! Nokkuð gott miðað við að við erum bara rúmlega 600 daga gömul :)

Við erum orðlaus yfir þeim frábæru viðtökum sem "litla" hugmyndin okkar hefur fengið og viljum eeeeendilega fá að deila gleðinni með þér :) 

Hér fyrir neðan er því afsláttarkóði sem veitir þér 500 kr. í afslátt næst þegar þú pantar fyrir 5.000 kr. eða meira á heimasíðunni okkar. Kóðinn gildir eins oft og þú vilt til miðnættis sunnudaginn 31. maí nk. og þú mátt deila honum með öllum þeim sem þér þykir vænt um :)

Afsláttarkóði:
500-dagar-í-röð 

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að frelsa fallegu myndirnar þínar úr farsímanum eða tölvunni....